Flugskóli Reykjavíkur
Flugskóli Reykjavíkur
Um Skólann

Flugskóli Reykjavíkur IS.DTO.001 var stofnaður árið 2019 með það að markmiði að kenna einkaflugmannsnám eftir reglum sem settar eru af Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA).

Hjá skólanum starfa reynslumiklir flugkennarar sem allir eru starfandi atvinnuflugmenn, og eiga það sameiginlegt að vilja miðla sinni reynslu til nýrra flugmanna sem eru að taka sín fyrstu skref í fluggeiranum.

Það er okkar einlægur vilji að útskrifa flugmenn sem munu skipa sér í fremstu röð eftir að hafa lært hjá Flugskóla Reykjavíkur, hvort sem að vilji nemandans sé að halda áfram í atvinnuflugnám eða taka þátt í grasrótarmenningu einkaflugsins.

Photo By @Volcanopilot
Skráðu þig núna
Næsta námskeið - 12.Ágúst