Einkaflugmaðurinn
Einkaflugmaðurinn
Námskeiðið

Flugskóli Reykjavíkur kennir til einkaflugmannsprófs sem veitir viðkomandi samevrópsk flugmannsréttindi til að fljúga smærri loftförum. Námið er fjölbreytt, en það samanstendur af bæði bóklegum og verklegum hluta, og er framkvæmt í samræmi við reglugerð sem gefin er út af EASA um skírteini flugmanna (part FCL).

OMG at sunset
Bóklegi hlutinn

Bóklegur hluti námskeiðsins fer að stærstum hluta fram í gegnum CBT (Computer-Based training) frá CAE Oxford, ásamt tveimur staðarlotum í kennslustofu með kennara. CAE Oxford hefur verið leiðandi skóli þegar kemur að fjarkennslu í flugnámi og hafa margir skólar víða um heim tileinkað sér bóklegan hluta flugnámsins frá þeim skóla.

Þessi kennsluleið hentar sem breiðustum hópi nemenda þar sem ekki er gerð krafa um skyldumætingu í kvöldskóla eða þess háttar. Þess í stað getur nemandinn hagað náminu eftir eigin hentisemi og á sínum hraða.

Á bóklegu námskeiði skólans fær nemandi aðgang að fjarkennsluforriti CAE Oxford ásamt rafbókum (PPL CBT Suite + e.books). Í staðarlotunum gefst nemendum síðan tækifæri á að fá nánari útskýringar á því sem að þörf er á hverju sinni. Hámarksfjöldi nemenda er fyrir hvern bekk og því eru gæði staðarlota þau sömu og í einkakennslu. Sé þess óskað getur skólinn veitt einkakennslu sem greiða þarf sérstaklega fyrir skv. tímagjaldi flugkennara skólans.

Nemandi þreytir stöðupróf hjá skólanum úr hverju fagi, ásamt því að ljúka bóklegu einkaflugmannsnámi með prófum á vegum Samgöngustofu úr öllum fögum.

Verklegi hlutinn

Verklegur hluti námskeiðsins fer fram á Reykjavíkurflugvelli (BIRK) og byggir á að lágmarki 45 klst. af flugi, þessum 45 klst. af flugi er síðan skipt upp á eftirfarandi hátt:

25 Klst Með flugkennara
10 Klst Einflug
5 Klst Einflug í yfirlandsflugi
5 Klst Með flugkennara (Undirbúningur)

Að auki þreytir nemandi tvö verkleg stöðupróf í gegnum námið hjá skólanum, ásamt því að ljúka námi með hæfnisprófi hjá prófdómara á vegum Samgöngustofu.

Vélarnar sem að Flugskóli Reykjavíkur hefur til umráða eru af gerðinni Cessna 150L, Cessna 152 og Cessna 172. En allar eiga þær það sameiginlegt að vera góðar kennsluvélar og hafa allar þessar flugvélategundir verið notaðar í flugkennslu út um allan heim til fjölda ára. Með þessari flotasamsetningu gefst nemanda tækifæri á því að notast við mismunandi vélar skólans í gegnum námið og auðveldar það því viðkomandi mikið að geta skipt yfir á tveggja eða fjögurra sæta flugvél eftir því hvað hentar best í hvert skipti.

Photo by Avel Chuklanov on Unsplash
Skráðu þig núna
Næsta námskeið - 12.Ágúst